Upplýsingar um afhendingu

Afhending:

Afhending og vöruskil

Aðeins er hægt að fá vörur frá okkur sendar, með því að vera aðeins með vefverslun náum við að halda vöruverði eins lágu og mögulegt er.

Hins vegar er hægt að senda okkur línu og fá að skoða vörur ef þannig ber undir.

Við bjóðum uppá heimsendingu innan höfuðborgasvæðis, vörur eru keyrðar upp að dyrum fyrir aðeins 390 kr.

Pantanir sem eru póstsendar eru annað hvort sendar með Íslandspósti eða keyrðar út af okkur. Sé varan send með Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.

Hægt er að fá allar vörur  sendar með póstinum utan höfuðborgarsvæðisins.

Afgreiðslutími vöru er 1-3 dagar en gæti verið lengri á útsöludögum.

Hægt er að skila vöru og fá inneign. Hægt er að fá endurgreiðslu ef um gallaða vöru er að ræða. Til þess að vöru fáist skilað skal hún vera ónotuð og í upprunalegu ástandi.

Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur og ber kaupandi ábyrgð á endursendingu vöru.

 

Sendu okkur línu ef þú þarft að skila eða skipta. 


 

Við erum meðvituð um mikilvægi þjónustulundar og leysum viðfangsverkefni okkar af krafti og metnaði.

Með þarfir og væntingar viðskiptavinar að leiðarljósi þjónum við viðskiptavinum sem best um land allt.

Skilyrði fyrir vöruskilum

  • Framvísa þarf kassakvittun/reikningi.
  • Vara er í upprunalegu ástandi, enn í umbúðum og innsigli órofið.
  • Allir aukahlutir eru með vörunni.

Ekki er hægt að skila

  • Tilboðs- eða útsöluvörum
  • Notuðum vörum

Skilafrestur

Skilafrestur er 1 mánuður frá kaupdagsetningu og er kassakvittun/reikningur skilyrði fyrir vöruskilum. Við vöruskil er vara bakfærð á viðskiptamannareikning, endurgreidd inn á kreditkort eða gefin út inneignarnóta sé inneign hærri en 1.000 kr.  

Endurgreiðsla inn á viðskiptareikning eða kreditkort á eingöngu við ef vara hefur verið greidd með þessum greiðslumátum.

Bakfærsla og inneignarnóta vegna vöruskila nær aðeins til sjálfs vöruverðsins á kassakvittun/reikning.    Annar kostnaður svo sem flutningur til eða frá kaupanda er á ábyrgð og kostnað kaupanda.  

Baldvinsson  undanskilur sig bótaábyrgð vegna ranglega pantaðra eða afgreidda vöru.

Inneignarnótur

Inneignarnóta gildir í 1 ár frá útgáfudegi og er gild við öll vöru- og þjónustukaup á Baldvinsson

N1 undanskilur sig bótaábyrgð ef inneignarnóta glatast.

 

Gallaðar vörur

Reynist vara gölluð skal kaupandi tilkynna N1 það innan 2 ára frá kaupum í samræmi við Lög nr. 48/2003 um neytendakaup.

  • Ávallt er boðin viðgerð á gallaðri vöru ef því verður komið við.
  • BAldvinsson áskilur sér rétt til að prófa vöruna ef þörf krefur, t.d ef grunur er um ranga notkun eða meðhöndlun.
  • Ef ekki fæst eins vara eða ekki hægt að gera við vöruna fær viðskiptavinur vöruna endurgreidda.

    Skil pantana úr vefverslun

Ef þú vilt skila vöru sem keypt var í vefverslun hafið þá samband við þjónustuver á opnunartíma, alla virka daga kl 10-16, eða sendið tölvupóst á sala@baldvinsson.net og við höfum samband.